Dagur til umhugsunar Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2024 07:31 Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Evrópusambandið Íslenska krónan Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun