„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 21:50 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. „Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti