Siðferðileg heilindi Háskóla Íslands á tímum þjóðarmorðs Háskólafólk fyrir Palestínu skrifar 9. maí 2024 10:00 Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París. Í Ísrael var femíníski prófessorinn Nadera Shalhoub-Kevorkian, palestínsk kona með ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt, handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi án dóms og laga. Á undanförnum mánuðum hafa mótmæli staðið yfir á Íslandi til stuðnings palestínsku þjóðinni og 350 einstaklingar sem starfa við Háskóla Íslands skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði. Í yfirlýsingunni felst skuldbinding um að sniðganga akademískar stofnanir í Ísrael og afþakka samstarf við ísraelskar menntastofnanir og aðrar viðeigandi stofnanir sem eru samsekar þjóðarmorði þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og aðskilnaðarstefnu og hætta þjóðernishreinsunum á Gaza og Vesturbakkanum. Þrátt fyrir skýrt ákall úr mörgum áttum hafa stjórnendur Háskóla Íslands ekki sýnt vilja til að sýna palestínsku þjóðinni, stúdentum og fræðafólki stuðning. Ísraelsher hefur gjöreyðilagt alla háskóla á Gaza og hefur fræðafólk af gyðingaættum verið gagnrýnt og mætt hörðum mótaðgerðum fyrir að tala gegn þjóðarmorðinu í Palestínu. Mikilvægt er að varpa ljósi á tvískinnung í málflutningi og stefnu stjórnenda Háskóla Íslands, en á vefsíðu skólans er sérstök upplýsingagátt vegna innrásar Rússlands, þar sem skýr afstaða er tekin með úkraínsku þjóðinni og fræðasamfélaginu. Þar stendur: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Sérstök úrræði eru kynnt á upplýsingagáttinni fyrir úkraínska nemendur og fræðafólk. Háskóli Íslands undirritaði einnig yfirlýsingu Bologna samstarfsins (2022) þar sem fram kemur að aðilar að EHEA (European Higher Education Area and Bologna Process) skuli slíta tengslum og samstarfi við opinberar stofnanir Rússlands og annarra landa sem styðja innrásina í Úkraínu með beinum hætti, og vinna aðeins með rússneskum stofnunum og samtökum sem byggja á sameiginlegum evrópskum gildum. Þá kemur einnig fram að viðurkenna eigi hugrekki rússneskra borgara (e. civil society) sem taka þátt í mótmælum gegn innrás Rússlands og bjóða vernd þeim sem eru í hættu vegna afstöðu sinnar. Þá var Rússlandi og Belarús vikið úr EHEA samstarfinu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur kallað þjóðarmorð Ísraels á Palestínufólki á Gaza „pólitískt álitamál líðandi stundar“ og stillir því upp á móti „fordæmalausri árás Rússlands inn í Úkraínu“. Það er enn óljóst hvað nákvæmlega það er við árásir Ísraels á almenna borgara á Gaza og á Vesturbakkanum sem getur kallast pólitískt álitamál. Til að mynda hefur Ísrael hundsað bæði tilskipanir Alþjóðadómstólsins um að ríkið sé að öllum líkindum að fremja þjóðarmorð og eigi því strax að stöðva allar aðgerðir á Gaza og hleypa mannúðaraðstoð inn, sem og tilskipun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé. Þá eru ekki upptaldir þeir hundruðir stríðsglæpa sem vitað er að Ísrael hefur framið, þar á meðal nýlegar fjöldagrafir þar sem lík af börnum og fullorðnum fundust með hendur bundnar fyrir aftan bak og skotsár í höfuð. Þann 2. maí bar Stúdentaráð Háskóla Íslands upp fyrirspurn í Háskólaráði þar sem þau spurðu rektor hvort að „Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu?“ Í svari sínu hélt rektor því fram að þjóðarmorðið á Gaza væri „harmleikur“ sem þó væri ekki hægt að bera saman við innrás Rússlands í Úkraínu, meðal annars vegna þess að ísraelskir rektorar hafi ekki látið í ljós stuðning við árásirnar á Gaza. Ísraelskir rektorar hafa gefið frá sér fjölda yfirlýsinga síðan 7. október, þar sem þeir minnast hvorki einu orði á eyðileggingu allra háskóla í Gaza né á þá tugi háskólafólks sem hafa verið myrt á Gaza. Þá er það þekkt að akademískar stofnanir í Ísrael eru virkir þátttakendurog þar af leiðandi samsekar í nýlendustefnu, landráni, þjóðernishreinsunum og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðgerðum og -kenningum. Þar að auki taka akademískar stofnanir þátt í hvítþvotti og réttlætingu á stríðsglæpum stjórnvalda, kúgun á gagnrýnendum á Ísraelsríki, skerðingu á tjáningarfrelsi nemenda og kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Það er enginn haldbær munur á árás Rússlands á Úkraínu og árás Ísraelsríkis á Gaza, annar en sá að hið síðarnefnda er stutt af Vestrænum ríkjum, þrátt fyrir að falla undir skilgreiningu á þjóðarmorði, sem eitt og sér ætti að vera næg ástæða fyrir Háskóla Íslands að bregðast við. Það er krafa okkar að Háskóli Íslands taki yfirvegaða og afgerandi afstöðu með palestínsku þjóðinni, líkt og hann gerði með úkraínsku þjóðinni. Sé það ekki gert eru siðferðileg heilindi Háskólans engin. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gaza og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það. Höfundar að grein eru, fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu. Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Háskólar Frakkland Bandaríkin Ísrael Hagsmunir stúdenta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París. Í Ísrael var femíníski prófessorinn Nadera Shalhoub-Kevorkian, palestínsk kona með ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt, handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi án dóms og laga. Á undanförnum mánuðum hafa mótmæli staðið yfir á Íslandi til stuðnings palestínsku þjóðinni og 350 einstaklingar sem starfa við Háskóla Íslands skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði. Í yfirlýsingunni felst skuldbinding um að sniðganga akademískar stofnanir í Ísrael og afþakka samstarf við ísraelskar menntastofnanir og aðrar viðeigandi stofnanir sem eru samsekar þjóðarmorði þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og aðskilnaðarstefnu og hætta þjóðernishreinsunum á Gaza og Vesturbakkanum. Þrátt fyrir skýrt ákall úr mörgum áttum hafa stjórnendur Háskóla Íslands ekki sýnt vilja til að sýna palestínsku þjóðinni, stúdentum og fræðafólki stuðning. Ísraelsher hefur gjöreyðilagt alla háskóla á Gaza og hefur fræðafólk af gyðingaættum verið gagnrýnt og mætt hörðum mótaðgerðum fyrir að tala gegn þjóðarmorðinu í Palestínu. Mikilvægt er að varpa ljósi á tvískinnung í málflutningi og stefnu stjórnenda Háskóla Íslands, en á vefsíðu skólans er sérstök upplýsingagátt vegna innrásar Rússlands, þar sem skýr afstaða er tekin með úkraínsku þjóðinni og fræðasamfélaginu. Þar stendur: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Sérstök úrræði eru kynnt á upplýsingagáttinni fyrir úkraínska nemendur og fræðafólk. Háskóli Íslands undirritaði einnig yfirlýsingu Bologna samstarfsins (2022) þar sem fram kemur að aðilar að EHEA (European Higher Education Area and Bologna Process) skuli slíta tengslum og samstarfi við opinberar stofnanir Rússlands og annarra landa sem styðja innrásina í Úkraínu með beinum hætti, og vinna aðeins með rússneskum stofnunum og samtökum sem byggja á sameiginlegum evrópskum gildum. Þá kemur einnig fram að viðurkenna eigi hugrekki rússneskra borgara (e. civil society) sem taka þátt í mótmælum gegn innrás Rússlands og bjóða vernd þeim sem eru í hættu vegna afstöðu sinnar. Þá var Rússlandi og Belarús vikið úr EHEA samstarfinu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur kallað þjóðarmorð Ísraels á Palestínufólki á Gaza „pólitískt álitamál líðandi stundar“ og stillir því upp á móti „fordæmalausri árás Rússlands inn í Úkraínu“. Það er enn óljóst hvað nákvæmlega það er við árásir Ísraels á almenna borgara á Gaza og á Vesturbakkanum sem getur kallast pólitískt álitamál. Til að mynda hefur Ísrael hundsað bæði tilskipanir Alþjóðadómstólsins um að ríkið sé að öllum líkindum að fremja þjóðarmorð og eigi því strax að stöðva allar aðgerðir á Gaza og hleypa mannúðaraðstoð inn, sem og tilskipun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé. Þá eru ekki upptaldir þeir hundruðir stríðsglæpa sem vitað er að Ísrael hefur framið, þar á meðal nýlegar fjöldagrafir þar sem lík af börnum og fullorðnum fundust með hendur bundnar fyrir aftan bak og skotsár í höfuð. Þann 2. maí bar Stúdentaráð Háskóla Íslands upp fyrirspurn í Háskólaráði þar sem þau spurðu rektor hvort að „Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu?“ Í svari sínu hélt rektor því fram að þjóðarmorðið á Gaza væri „harmleikur“ sem þó væri ekki hægt að bera saman við innrás Rússlands í Úkraínu, meðal annars vegna þess að ísraelskir rektorar hafi ekki látið í ljós stuðning við árásirnar á Gaza. Ísraelskir rektorar hafa gefið frá sér fjölda yfirlýsinga síðan 7. október, þar sem þeir minnast hvorki einu orði á eyðileggingu allra háskóla í Gaza né á þá tugi háskólafólks sem hafa verið myrt á Gaza. Þá er það þekkt að akademískar stofnanir í Ísrael eru virkir þátttakendurog þar af leiðandi samsekar í nýlendustefnu, landráni, þjóðernishreinsunum og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðgerðum og -kenningum. Þar að auki taka akademískar stofnanir þátt í hvítþvotti og réttlætingu á stríðsglæpum stjórnvalda, kúgun á gagnrýnendum á Ísraelsríki, skerðingu á tjáningarfrelsi nemenda og kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Það er enginn haldbær munur á árás Rússlands á Úkraínu og árás Ísraelsríkis á Gaza, annar en sá að hið síðarnefnda er stutt af Vestrænum ríkjum, þrátt fyrir að falla undir skilgreiningu á þjóðarmorði, sem eitt og sér ætti að vera næg ástæða fyrir Háskóla Íslands að bregðast við. Það er krafa okkar að Háskóli Íslands taki yfirvegaða og afgerandi afstöðu með palestínsku þjóðinni, líkt og hann gerði með úkraínsku þjóðinni. Sé það ekki gert eru siðferðileg heilindi Háskólans engin. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gaza og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það. Höfundar að grein eru, fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu. Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun