Bíllinn í happdrætti Ástþórs úr hans eigin smiðju Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 14:29 Þessi mynd er „fótósjoppuð“ en ef allt gengur upp mun Ástþór geta stillt sér upp með eigin Hupmobile strax í haust. Aðsend Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið. Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust. Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust.
Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00
Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01