Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 11:23 Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af fimmtíu mörkum Íslands á miðvikudaginn. vísir/Hulda Margrét Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36) Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36)
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira