Söfn í þágu fræðslu og rannsókna Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun