Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 19:02 Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar