Hver á að setja málið á dagskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 19:00 Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun