Blóðugt upp fyrir axlir Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 13. maí 2024 09:00 Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun