Blóðugt upp fyrir axlir Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 13. maí 2024 09:00 Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun