Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 09:29 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka. Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka.
Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira