Styðjum Katrínu Jakobsdóttur Gerður Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2024 18:30 Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar