„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 21:45 Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. „Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira