„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 22:11 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn í kvöld var síðasti leikurinn hans að sinni sem þjálfari Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. „Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar! Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
„Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar!
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira