Má ég taka þátt … í lífinu? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar