Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2024 20:04 Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, í viðtali við Stöð 2 í dag. Arnar Halldórsson Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Magnús, sem sjálfur lék Íþróttaálfinn í Latabæ, eða Lazy Town, eins og þættirnar heita á ensku. Þetta er sú íslenska sjónvarpsþáttaröð sem náð hefur langmestri útbreiðslu á heimsvísu. „Latibær var sýndur níu sinnum á dag í 170 löndum. Var með 500 milljón heimili, vann Bafta-verðlaun og öll verðlaun sem hugsast getur í sjónvarpinu,” segir Magnús. Þættirnir voru alfarið framleiddir á Íslandi um ellefu ára skeið í myndveri Latabæjar í Garðabæ og urðu þeir alls eitthundrað talsins. „Í kringum Latabæ var gríðarlega góður hópur af fólki, sem vann að Latabæ. Þetta fólk er núna að vinna að sjónvarps- og kvikmyndageiranum á Íslandi. Og það var mikil reynsla, því að 2004 hafði Ísland aldrei selt sjónvarp út fyrir landsteinana.” LazyTown er enn í dag eitt þekktasta vörumerki Íslands.Latibær Árið 2011 seldi Magnús Latabæ til Turner-samsteypunnar og Warner Bros, sem hugðust dreifa þáttunum til þrjú þúsund sjónvarpsstöðva. Ekkert varð úr þeim áformum og segir Magnús það hafa verið sárt að sjá þættina enda uppi í hillu. „Já, það er eiginlega ekki hægt að sjá þá lenda uppi í hillu. Latibær verður að vera á hreyfingu. Við segjum stundum „let’s move the world”. Við skulum hreyfa við heiminum. Það er það sem Latibær á að gera.” Hann segir að á youtube-rásinni hafi þættirnir 5,5 milljarða áhorf. „Þannig að ég held að Latibær eigi alveg erindi aftur, eins og sést á youtube-áhorfi og svona. Þetta er gríðarlega vinsælt efni, ótrúlega.” -Þú vilt koma honum aftur í sjónvarp? „Mig langar að koma honum aftur í sjónvarp. Mig langar að setja hann aftur í 170 lönd. Ég held að þetta geri bara gott. Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur skaðast af Latabæ,” segir íþróttaálfurinn Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. En skyldi hann geta brugðið sér aftur í hlutverkið? Svar hans má sjá í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íþróttir barna Heilsa Frístund barna Tengdar fréttir Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53 Latabæjarþáttur í 20. sæti yfir bestu þætti sögunnar Vefsíðan IMDB er í raun gagnabanki yfir leiknar kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem fjallað eru um kvikmyndirnar og þættina og fær efnið einkunn frá 1-10. 18. desember 2020 11:30 Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Þættirnir hafa verið tilnefndir í flokknum besta barnaefnið. 4. október 2015 13:11 Latibær á hverju einasta heimili í Bandaríkjunum Þriðja þáttaröðin af Latabæ hefur nú þegar verið seld til 120 landa. 9. september 2013 15:03 Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína "Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. 17. mars 2011 13:30 Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. 27. nóvember 2006 19:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Magnús, sem sjálfur lék Íþróttaálfinn í Latabæ, eða Lazy Town, eins og þættirnar heita á ensku. Þetta er sú íslenska sjónvarpsþáttaröð sem náð hefur langmestri útbreiðslu á heimsvísu. „Latibær var sýndur níu sinnum á dag í 170 löndum. Var með 500 milljón heimili, vann Bafta-verðlaun og öll verðlaun sem hugsast getur í sjónvarpinu,” segir Magnús. Þættirnir voru alfarið framleiddir á Íslandi um ellefu ára skeið í myndveri Latabæjar í Garðabæ og urðu þeir alls eitthundrað talsins. „Í kringum Latabæ var gríðarlega góður hópur af fólki, sem vann að Latabæ. Þetta fólk er núna að vinna að sjónvarps- og kvikmyndageiranum á Íslandi. Og það var mikil reynsla, því að 2004 hafði Ísland aldrei selt sjónvarp út fyrir landsteinana.” LazyTown er enn í dag eitt þekktasta vörumerki Íslands.Latibær Árið 2011 seldi Magnús Latabæ til Turner-samsteypunnar og Warner Bros, sem hugðust dreifa þáttunum til þrjú þúsund sjónvarpsstöðva. Ekkert varð úr þeim áformum og segir Magnús það hafa verið sárt að sjá þættina enda uppi í hillu. „Já, það er eiginlega ekki hægt að sjá þá lenda uppi í hillu. Latibær verður að vera á hreyfingu. Við segjum stundum „let’s move the world”. Við skulum hreyfa við heiminum. Það er það sem Latibær á að gera.” Hann segir að á youtube-rásinni hafi þættirnir 5,5 milljarða áhorf. „Þannig að ég held að Latibær eigi alveg erindi aftur, eins og sést á youtube-áhorfi og svona. Þetta er gríðarlega vinsælt efni, ótrúlega.” -Þú vilt koma honum aftur í sjónvarp? „Mig langar að koma honum aftur í sjónvarp. Mig langar að setja hann aftur í 170 lönd. Ég held að þetta geri bara gott. Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur skaðast af Latabæ,” segir íþróttaálfurinn Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. En skyldi hann geta brugðið sér aftur í hlutverkið? Svar hans má sjá í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íþróttir barna Heilsa Frístund barna Tengdar fréttir Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53 Latabæjarþáttur í 20. sæti yfir bestu þætti sögunnar Vefsíðan IMDB er í raun gagnabanki yfir leiknar kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem fjallað eru um kvikmyndirnar og þættina og fær efnið einkunn frá 1-10. 18. desember 2020 11:30 Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Þættirnir hafa verið tilnefndir í flokknum besta barnaefnið. 4. október 2015 13:11 Latibær á hverju einasta heimili í Bandaríkjunum Þriðja þáttaröðin af Latabæ hefur nú þegar verið seld til 120 landa. 9. september 2013 15:03 Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína "Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. 17. mars 2011 13:30 Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. 27. nóvember 2006 19:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53
Latabæjarþáttur í 20. sæti yfir bestu þætti sögunnar Vefsíðan IMDB er í raun gagnabanki yfir leiknar kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem fjallað eru um kvikmyndirnar og þættina og fær efnið einkunn frá 1-10. 18. desember 2020 11:30
Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Þættirnir hafa verið tilnefndir í flokknum besta barnaefnið. 4. október 2015 13:11
Latibær á hverju einasta heimili í Bandaríkjunum Þriðja þáttaröðin af Latabæ hefur nú þegar verið seld til 120 landa. 9. september 2013 15:03
Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína "Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. 17. mars 2011 13:30
Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. 27. nóvember 2006 19:00