„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:29 Pétur var stúrinn á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira