Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 22:59 Björn Höcke fer fyrir AfD í sambandsríkinu Þýringalandi. Getty/Sean Gallup Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Sjá meira
Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53