Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2024 08:00 Einar Bragi átti viðburðarríka viku í meira lagi. Vísir/Einar Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira
Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira