Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2024 09:27 Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á Quang Le, sem grunaður er um mansal. Vísir/Vilhelm Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. Árið 2022 fékk 51 Víetnami dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar og 24 árið 2021. Indverjar eru næst stærsti hópurinn en 54 Indverjar fengu dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar árið 2023, 61 árið 2022 og 57 árið 2021. Heildarfjöldi dvalarleyfa á grundvelli sérfræðiþekkingar var 358 árið 2023, 268 árið 2022 og 211 árið 2021. Aukninguna milli áranna 2022 og 2023 má að stærstum hluta rekja til aukins fjölda dvalarleyfa til handa Víetnömum. Ofangreindar tölur er að finna í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á hendur Quang Le, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, en hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Eftir að málið komst upp hafa einstaklingar frá Víetnam lýst því að hafa greitt Quang Le milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Víetnam Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Árið 2022 fékk 51 Víetnami dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar og 24 árið 2021. Indverjar eru næst stærsti hópurinn en 54 Indverjar fengu dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar árið 2023, 61 árið 2022 og 57 árið 2021. Heildarfjöldi dvalarleyfa á grundvelli sérfræðiþekkingar var 358 árið 2023, 268 árið 2022 og 211 árið 2021. Aukninguna milli áranna 2022 og 2023 má að stærstum hluta rekja til aukins fjölda dvalarleyfa til handa Víetnömum. Ofangreindar tölur er að finna í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á hendur Quang Le, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, en hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Eftir að málið komst upp hafa einstaklingar frá Víetnam lýst því að hafa greitt Quang Le milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu.
Víetnam Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira