Stafrænn ójöfnuður á upplýsingaöld Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 17. maí 2024 15:01 Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Stella Samúelsdóttir Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun