Yngstu börnin um 14 til 15 mánaða við innritun í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 08:00 Misjafnt er milli leikskóla, hverfa og sveitarfélaga hversu ung yngstu börnin eru sem eru innrituð á leikskóla í haust. Vísir/Vilhelm Innritun leikskólabarna er vel á veg komin í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík er búið að bjóða 1.715 börnum leikskólapláss. Meðalaldur við innritun er í kringum 22 mánuðir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08