Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. maí 2024 23:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri. Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri.
Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29