Ákall til framtíðar: Nám í félagsráðgjöf! Steinunn Bergmann skrifar 19. maí 2024 07:00 Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun