Kynhlutlaust mál, máltilfinning og forsetaframboð Höskuldur Þráinsson skrifar 19. maí 2024 10:01 Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um svokallað kynhlutleysi í máli og stundum látið að því liggja að nauðsynlegt sé að breyta íslensku máli til þess að koma slíku hlutleysi á – og þá með kynjajafnrétti í huga. Sumt af þessari umræðu hefur farið fram hér á Vísi og þess vegna langar mig að leiðrétta og útskýra hér nokkur atriði í þessu sambandi. Hugsum okkur fréttamann sem segir frá óhappi í Reynisfjöru. Ef fréttamaðurinn veit aðeins um fjölda þeirra sem þarna komu við sögu er eðlilegt að hann segi til dæmis Fjórir voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær. Hér er stendur töluorðið fjórir í málfræðilegu karlkyni en fréttin er rétt hvert sem líffræðilegt kyn eða kynvitund viðkomandi reynist síðan vera. Ef það kemur t.d. síðar í ljós að þetta voru í raun og veru fjórar konur er fréttin samt rétt, og eins ef í ljós kemur síðar hópurinn var blandaður eða eingöngu var um kynsegin fólk að ræða. Ástæðan er sú að í íslensku máli er málfræðilegt karlkyn kynhlutlaust í dæmum af þessu tagi. Ef hins vegar væri sagt Fjögur voru hætt komin í Reynisfjöru í gær myndi það samkvæmt almennum málskilningi útiloka að eingöngu hefði verið um konur að ræða eða eingöngu um karla. Í þeim skilningi er málfræðilega hvorugkynið í raun og veru alls ekki kynhlutlaust í svona dæmum. Kynhlutleysi málfræðilega karlkynsins er hluti af íslenska málkerfinu og hefur alltaf verið. Þess vegna er það „út um allt“ í tungumálinu eins og sjá má af dæmum á borð við þessi: Allir vita að jörðin er hnöttótt (almenn staðhæfing) Allir eiga rétt (heiti á kennsluefni fyrir efstu bekki grunnskóla, ætlað öllum kynjum) Enginn verður óbarinn biskup (málsháttur sem á ekki sérstaklega við karla) heiðarlegur (uppflettimynd lýsingarorðs í orðbók) heiðarleiki – það að vera heiðarlegur (merkingarskýring í orðabók) Nú skal ég telja upp að tíu: einn, tveir, þrír, fjórir... (ekki verið að telja neitt sérstakt) Í öllum þessum dæmum standa feitletruðu orðin í málfræðilegu karlkyni af því að ekki er verið að vísa í eithvað tiltekið eða einhvern sérstakan. Merkingin er því almenn og kynhlutlaus vegna þess að málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í íslensku eins og það er stundum kallað (eða ómarkað). Merkingin myndi breytast í þessum dæmum, eða dæmið jafnvel verða ótækt, ef kvenkyn eða hvorugkyn væri sett í staðinn eins og lesendur geta sjálfir prófað. Málið horfir öðruvísi við er verið er að tala um ákveðinn einstakling ellegar ræða um eða ávarpa tiltekinn hóp. Þess vegna myndi kona nota kvenkyn lýsingarorðs um sjálfa sig og segja Ég er heiðarleg, kvár væntanlega hvorugkynið og segja Ég er heiðarlegt o.s.frv. Eins myndi kennari vísa í tiltekinn nemendahóp sem ekki væri samsettur af stelpum eingöngu eða strákum eingöngu með því að nota hvorugkynið og segja: Öll vita að jörðin er hnöttótt, en ef engöngu væru stelpur í hópnum myndi hann auðvitað segja Allar vita ... Í þessu samhengi er stundum talað um vísandi merkingu (eða bendivísun) vegna þess að verið er að vísa í tiltekinn einstakling eða hóp með því að nota kvenkynið (heiðarleg, allar) eða hvorugkynið (heiðarlegt, öll). Karlkynið getur auðvitað líka haft þessa vísandi merkingu við ákveðnar aðstæður. Þannig er eðlilegt að ávarpa tiltekna hópa með Verið (þið) allir velkomnir, Verið (þið) öll velkomin, Verið (þið) allar velkomnar, allt eftir því hvernig hópurinn er samsettur. En þegar um er að ræða almenna staðhæfingu og ekki er ætlunin að ávarpa tiltekinn hóp er eðlilegt að nota hið kynhlutlausa og sjálfgefna málfræðilega karlkyn: Allir velkomnir! Það á þá við alla, almennt, ekki einhvern tiltekinn hóp. Í nýlegri fyrirsögn hér á Vísi var hins vegar alveg eðlilegt að nota hvorugkynið öll: Öll með aðstöðu til að fagna sigri með stuðningsmönnum. Þar var nefnilega verið að vísa í hinn tiltekna blandaða hóp forsetaframbjóðenda sem var til umræðu. Nú segir kannski einhver: „Já, þetta er svona, og hefur verið svona, en ég ætla að breyta því í þágu jafnréttis kynjanna.“ Það er þó reyndar svo að dæmi eins og þau sem hér hafa verið tekin um mismunandi hlutverk hinna þriggja málfræðilegu kynja í íslensku hafa í sjálfu sér ekkert með líffræðilegt kyn eða kynvitund fólks að gera. Þau eru þannig ekki til vitnis um það að íslenskt mál sé karllægt eins og stundum er haldið fram. Það mætti frekar segja að málkerfið sé málfræðilega karlkynslægt því að þessi munur á notkunarsviði málfræðilegu kynjanna í íslensku er kerfisbundinn eins og hér hefur verið lýst. Tungumál eru nefnilega kerfisbundin, þ.e. regluleg í aðalatriðum, og það er þess vegna sem börn geta tileinkað sér þau að mestu leyti án beinnar tilsagnar á ótrúlega skömmum tíma. Þau öðlast tilfinningu fyrir því hvernig tungumálið er, nota það í samræmi við þessa tilfinningu og skilja það í samræmi við hana. Þetta gera þau vegna þess að málið er „fyrir þeim haft“, eins og sagt er, bæði í því sem þau heyra í kringum sig og svo síðar af því sem þau lesa. Íslensk börn tileinka sér þess vegna meðal annars þá verkaskiptingu málfræðilegu kynjanna sem hér hefur verið lýst vegna þess að hún er alls staðar í því sem þau heyra og lesa, hún er í ílaginu sem þau fá eins og það er kallað á fræðimáli. Ef við viljum reyna að breyta þessari verkaskiptingu málfræðilegu kynjanna með því að temja okkur að segja Öll velkomin! eða eitthvað slíkt þegar við ætlum okkur að setja fram almenna staðhæfingu (þ.e. þegar öll á ekki að hafa vísandi eða afmarkaða merkingu) þá erum við að búa til dæmi sem eru í raun og veru ekki í samræmi við málkerfið eins og það birtist í flestu af því sem við heyrum í kringum okkur og í öllu því sem hefur verið skrifað á íslensku fram á síðustu ár. Við vitum í raun og veru ekkert hvaða áhrif slíkt getur haft á máltilfinningu barna sem eru að tileinka sér málið af því að þá er vitnisburður þess sem þau heyra í kringum sig og lesa, vitnisburður ílagsins, orðinn ruglandi eða misvísandi. Karlkynið mun nefnilega eftir sem áður hafa hið almenna hlutlausa hlutverk „út um allt“ í því sem þau heyra og lesa, sbr. dæmin sem nefnd voru hér framar. Í lokin má svo bæta því við að vegna þess að mörgum, líklega flestum, finnst eðlilegt að skilja dæmi eins og Öll velkomin! eins og vísað sé til tiltekins afmarkaðs hóps ættu frambjóðendur í forsetakosningum ekki að nota það orðalag ef þeir vilja ná til allra þegar þeir auglýsa framboðsfundi sína. En þeir geta auðvitað ávarpað hinn blandaða hóp íslenskra kjósenda með því að segja Verið öll velkomin! ef þeim er í nöp við málfræðilega karlkynið. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um svokallað kynhlutleysi í máli og stundum látið að því liggja að nauðsynlegt sé að breyta íslensku máli til þess að koma slíku hlutleysi á – og þá með kynjajafnrétti í huga. Sumt af þessari umræðu hefur farið fram hér á Vísi og þess vegna langar mig að leiðrétta og útskýra hér nokkur atriði í þessu sambandi. Hugsum okkur fréttamann sem segir frá óhappi í Reynisfjöru. Ef fréttamaðurinn veit aðeins um fjölda þeirra sem þarna komu við sögu er eðlilegt að hann segi til dæmis Fjórir voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær. Hér er stendur töluorðið fjórir í málfræðilegu karlkyni en fréttin er rétt hvert sem líffræðilegt kyn eða kynvitund viðkomandi reynist síðan vera. Ef það kemur t.d. síðar í ljós að þetta voru í raun og veru fjórar konur er fréttin samt rétt, og eins ef í ljós kemur síðar hópurinn var blandaður eða eingöngu var um kynsegin fólk að ræða. Ástæðan er sú að í íslensku máli er málfræðilegt karlkyn kynhlutlaust í dæmum af þessu tagi. Ef hins vegar væri sagt Fjögur voru hætt komin í Reynisfjöru í gær myndi það samkvæmt almennum málskilningi útiloka að eingöngu hefði verið um konur að ræða eða eingöngu um karla. Í þeim skilningi er málfræðilega hvorugkynið í raun og veru alls ekki kynhlutlaust í svona dæmum. Kynhlutleysi málfræðilega karlkynsins er hluti af íslenska málkerfinu og hefur alltaf verið. Þess vegna er það „út um allt“ í tungumálinu eins og sjá má af dæmum á borð við þessi: Allir vita að jörðin er hnöttótt (almenn staðhæfing) Allir eiga rétt (heiti á kennsluefni fyrir efstu bekki grunnskóla, ætlað öllum kynjum) Enginn verður óbarinn biskup (málsháttur sem á ekki sérstaklega við karla) heiðarlegur (uppflettimynd lýsingarorðs í orðbók) heiðarleiki – það að vera heiðarlegur (merkingarskýring í orðabók) Nú skal ég telja upp að tíu: einn, tveir, þrír, fjórir... (ekki verið að telja neitt sérstakt) Í öllum þessum dæmum standa feitletruðu orðin í málfræðilegu karlkyni af því að ekki er verið að vísa í eithvað tiltekið eða einhvern sérstakan. Merkingin er því almenn og kynhlutlaus vegna þess að málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í íslensku eins og það er stundum kallað (eða ómarkað). Merkingin myndi breytast í þessum dæmum, eða dæmið jafnvel verða ótækt, ef kvenkyn eða hvorugkyn væri sett í staðinn eins og lesendur geta sjálfir prófað. Málið horfir öðruvísi við er verið er að tala um ákveðinn einstakling ellegar ræða um eða ávarpa tiltekinn hóp. Þess vegna myndi kona nota kvenkyn lýsingarorðs um sjálfa sig og segja Ég er heiðarleg, kvár væntanlega hvorugkynið og segja Ég er heiðarlegt o.s.frv. Eins myndi kennari vísa í tiltekinn nemendahóp sem ekki væri samsettur af stelpum eingöngu eða strákum eingöngu með því að nota hvorugkynið og segja: Öll vita að jörðin er hnöttótt, en ef engöngu væru stelpur í hópnum myndi hann auðvitað segja Allar vita ... Í þessu samhengi er stundum talað um vísandi merkingu (eða bendivísun) vegna þess að verið er að vísa í tiltekinn einstakling eða hóp með því að nota kvenkynið (heiðarleg, allar) eða hvorugkynið (heiðarlegt, öll). Karlkynið getur auðvitað líka haft þessa vísandi merkingu við ákveðnar aðstæður. Þannig er eðlilegt að ávarpa tiltekna hópa með Verið (þið) allir velkomnir, Verið (þið) öll velkomin, Verið (þið) allar velkomnar, allt eftir því hvernig hópurinn er samsettur. En þegar um er að ræða almenna staðhæfingu og ekki er ætlunin að ávarpa tiltekinn hóp er eðlilegt að nota hið kynhlutlausa og sjálfgefna málfræðilega karlkyn: Allir velkomnir! Það á þá við alla, almennt, ekki einhvern tiltekinn hóp. Í nýlegri fyrirsögn hér á Vísi var hins vegar alveg eðlilegt að nota hvorugkynið öll: Öll með aðstöðu til að fagna sigri með stuðningsmönnum. Þar var nefnilega verið að vísa í hinn tiltekna blandaða hóp forsetaframbjóðenda sem var til umræðu. Nú segir kannski einhver: „Já, þetta er svona, og hefur verið svona, en ég ætla að breyta því í þágu jafnréttis kynjanna.“ Það er þó reyndar svo að dæmi eins og þau sem hér hafa verið tekin um mismunandi hlutverk hinna þriggja málfræðilegu kynja í íslensku hafa í sjálfu sér ekkert með líffræðilegt kyn eða kynvitund fólks að gera. Þau eru þannig ekki til vitnis um það að íslenskt mál sé karllægt eins og stundum er haldið fram. Það mætti frekar segja að málkerfið sé málfræðilega karlkynslægt því að þessi munur á notkunarsviði málfræðilegu kynjanna í íslensku er kerfisbundinn eins og hér hefur verið lýst. Tungumál eru nefnilega kerfisbundin, þ.e. regluleg í aðalatriðum, og það er þess vegna sem börn geta tileinkað sér þau að mestu leyti án beinnar tilsagnar á ótrúlega skömmum tíma. Þau öðlast tilfinningu fyrir því hvernig tungumálið er, nota það í samræmi við þessa tilfinningu og skilja það í samræmi við hana. Þetta gera þau vegna þess að málið er „fyrir þeim haft“, eins og sagt er, bæði í því sem þau heyra í kringum sig og svo síðar af því sem þau lesa. Íslensk börn tileinka sér þess vegna meðal annars þá verkaskiptingu málfræðilegu kynjanna sem hér hefur verið lýst vegna þess að hún er alls staðar í því sem þau heyra og lesa, hún er í ílaginu sem þau fá eins og það er kallað á fræðimáli. Ef við viljum reyna að breyta þessari verkaskiptingu málfræðilegu kynjanna með því að temja okkur að segja Öll velkomin! eða eitthvað slíkt þegar við ætlum okkur að setja fram almenna staðhæfingu (þ.e. þegar öll á ekki að hafa vísandi eða afmarkaða merkingu) þá erum við að búa til dæmi sem eru í raun og veru ekki í samræmi við málkerfið eins og það birtist í flestu af því sem við heyrum í kringum okkur og í öllu því sem hefur verið skrifað á íslensku fram á síðustu ár. Við vitum í raun og veru ekkert hvaða áhrif slíkt getur haft á máltilfinningu barna sem eru að tileinka sér málið af því að þá er vitnisburður þess sem þau heyra í kringum sig og lesa, vitnisburður ílagsins, orðinn ruglandi eða misvísandi. Karlkynið mun nefnilega eftir sem áður hafa hið almenna hlutlausa hlutverk „út um allt“ í því sem þau heyra og lesa, sbr. dæmin sem nefnd voru hér framar. Í lokin má svo bæta því við að vegna þess að mörgum, líklega flestum, finnst eðlilegt að skilja dæmi eins og Öll velkomin! eins og vísað sé til tiltekins afmarkaðs hóps ættu frambjóðendur í forsetakosningum ekki að nota það orðalag ef þeir vilja ná til allra þegar þeir auglýsa framboðsfundi sína. En þeir geta auðvitað ávarpað hinn blandaða hóp íslenskra kjósenda með því að segja Verið öll velkomin! ef þeim er í nöp við málfræðilega karlkynið. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun