Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 08:54 Flutningabílar keyrðu líkkistur Raisi og hinna sem fórust í slysinu í gegnum miðborg Teheran að Frelsistorgi. Vísir/EPA Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi. Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi.
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47