Til varnar líffjölbreytileika Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 29. maí 2024 08:01 Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Dýr Skordýr Blóm Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00 Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun