Ummælin höfðu neikvæð áhrif á Nunez sem hugsar hlýlega til Spánar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2024 15:47 Darwin Nunez hefur staðið í stríði við nettröll. Marc Atkins/Getty Images Darwin Nunez sagði neikvæð ummæli á samfélagsmiðlum hafa haft slæm áhrif á spilamennsku hans á tímabilinu. Hann vildi ekki gefa upp hvort hann væri á förum frá Liverpool en gaf það sterklega í skyn. Framherjinn átti erfitt uppdráttar undir lok tímabils og skoraði aðeins 1 mark í síðustu 13 leikjunum. Í byrjun mánaðar eyddi hann öllu efni tengt Liverpool af samfélagsmiðlum sínum og margir töldu það merki um að Nunez væri á förum. „Ég reyni núna að forðast að lesa þetta. Áður fyrr las ég mikið og það hafði slæm áhrif á mig. Hver sem segir að þetta hafi ekki áhrif á hann er að ljúga. Neikvæð ummæli um þig munu alltaf hafa áhrif. Nú skoða ég ekki neitt. Ekki einu sinni góðu hlutina“ sagði Nunez í viðtali við Canal 10. Skilur ekki ensku og hugsar fallega til Spánar Nunez hefur oft orðið fyrir barðinu á aðdáendum andstæðinga Liverpool. Aðdáendur Nottingham Forest þóttu einstaklega svæsnir í hans garð en Nunez þaggaði niður í þeim með sigurmarki í uppbótartíma. „Í þeim leik sungu Nottingham aðdáendurnir um mig allan tímann. Ég skildi ekki neitt, sem betur fer.“ Eins og áður segir efast stuðningsmenn Liverpool um að Nunez verði áfram hjá félaginu. Hann vildi ekkert gefa upp um það en gaf í skyn að enskukunnáttu hans, eða skortur á henni, væri að gera honum lífið leitt á Englandi. Hugurinn leitar til Spánar. „Mér finnst landsliðið vera eins og mitt heimili. Þar hitti ég mitt fólk, get talað við alla og líður vel. Ég elska líka Almeria [eftir að hafa spilað þar] mjög mikið. Þar kynntist ég ástinni og eignaðist. Alltaf þegar ég fer til Almeria er ég líka hamingjusamur.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Framherjinn átti erfitt uppdráttar undir lok tímabils og skoraði aðeins 1 mark í síðustu 13 leikjunum. Í byrjun mánaðar eyddi hann öllu efni tengt Liverpool af samfélagsmiðlum sínum og margir töldu það merki um að Nunez væri á förum. „Ég reyni núna að forðast að lesa þetta. Áður fyrr las ég mikið og það hafði slæm áhrif á mig. Hver sem segir að þetta hafi ekki áhrif á hann er að ljúga. Neikvæð ummæli um þig munu alltaf hafa áhrif. Nú skoða ég ekki neitt. Ekki einu sinni góðu hlutina“ sagði Nunez í viðtali við Canal 10. Skilur ekki ensku og hugsar fallega til Spánar Nunez hefur oft orðið fyrir barðinu á aðdáendum andstæðinga Liverpool. Aðdáendur Nottingham Forest þóttu einstaklega svæsnir í hans garð en Nunez þaggaði niður í þeim með sigurmarki í uppbótartíma. „Í þeim leik sungu Nottingham aðdáendurnir um mig allan tímann. Ég skildi ekki neitt, sem betur fer.“ Eins og áður segir efast stuðningsmenn Liverpool um að Nunez verði áfram hjá félaginu. Hann vildi ekkert gefa upp um það en gaf í skyn að enskukunnáttu hans, eða skortur á henni, væri að gera honum lífið leitt á Englandi. Hugurinn leitar til Spánar. „Mér finnst landsliðið vera eins og mitt heimili. Þar hitti ég mitt fólk, get talað við alla og líður vel. Ég elska líka Almeria [eftir að hafa spilað þar] mjög mikið. Þar kynntist ég ástinni og eignaðist. Alltaf þegar ég fer til Almeria er ég líka hamingjusamur.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira