Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2024 15:01 Lögreglumenn við störf. Vísir/vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47
Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53