Nálægð við stjórnmálin – Ólafur Ragnar og Katrín Össur Skarphéðinsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun