Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Kári Jónsson og DeAndre Kane skiptast á orðum. stöð 2 sport Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira