Kunnuglegir kappar í liði ársins í NBA og gott fyrir budduna hjá sumum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 19:32 Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets fengu báðir frábæra kosningu í úrvalslið eitt á þessu NBA tímabili. Getty/Ron Jenkins Úrvalslið NBA deildarinnar í körfubolta er næstum því óbreytt frá því í fyrra. Fjórir leikmenn sem voru valdir í ár, voru líka valdir í fyrra. Úrvalsliðin þrjú hafa verið tilkynnt. Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024 NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira