Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Sunna Sæmundsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. maí 2024 21:02 Aníta Berkeley heldur hér á hringlu dóttur sinnar Winter Ivy sem lést í haust. Hún er ósátt við skýringar heilbrigðiskerfisins á andlátinu og vill að einhver axli ábyrgð. vísir/Einar Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08