Mikill harmleikur en skýrir farvegir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 19:07 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mál Winterar Ivý, sem lést sjö vikna gömul eftir heimsókn á sjúkrahús, harmleik. Skýrir farvegir séu fyrir mál sem hennar. Vísir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03
Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08