Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 06:31 Luka Doncic faðmar Kyrie Irving eftir sigur Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves í nótt. AP/Gareth Patterson Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024 NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira