Goðsögnin Bill Walton látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Bill varð tvívegis NBA-meistari. Ethan Miller/Getty Images William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024 Körfubolti NBA Andlát Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024
Körfubolti NBA Andlát Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira