Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 11:30 Ásgeir Margeirsson er formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir. Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir.
Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12