Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Heiða Aðalsteinsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:01 Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun