Katrín og kvenhatrið Ólafur Sveinsson skrifar 31. maí 2024 10:31 Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk. Þetta er gömul saga og ný, með valdið og misnotkun þess sem vinstrimenn og ekki síst konur á síðari árum hafa sárlega kvartað yfir að sé misnotað af valdhöfum til að þagga niður í þeim. En þegar þeir / þau / þær eru komin í valdastöður, beita viðkomandi oftar en ekki nákvæmlega sömu kúgunartækjum til að halda fólki og andstæðum skoðunum niðri. Þá eru engum raunverulegum rökum beitt, heldur eru fullyrðingum slengt fram til að gera andstæðinginn hlægilegan og aumkunarverðan og hann látinn vita, beint eða undir rós, að hann hafi verra af ef hann heldur áfram uppteknum hætti. Og fólk er síðan útilokað á ýmsan hátt til að láta það finna fyrir því og til að hræða aðra. Þessutan er það grátbroslegt, þegar þrjár mjög frambærilegar konur berjast um forsetaembættið, að saka Auði Jónsdóttur og allan þann fjölda kvenna sem efast um vegferð Katrínar Jakobsdóttur í þessu máli, um kvenfyrirlitningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Jafnréttismál Ólafur Sveinsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk. Þetta er gömul saga og ný, með valdið og misnotkun þess sem vinstrimenn og ekki síst konur á síðari árum hafa sárlega kvartað yfir að sé misnotað af valdhöfum til að þagga niður í þeim. En þegar þeir / þau / þær eru komin í valdastöður, beita viðkomandi oftar en ekki nákvæmlega sömu kúgunartækjum til að halda fólki og andstæðum skoðunum niðri. Þá eru engum raunverulegum rökum beitt, heldur eru fullyrðingum slengt fram til að gera andstæðinginn hlægilegan og aumkunarverðan og hann látinn vita, beint eða undir rós, að hann hafi verra af ef hann heldur áfram uppteknum hætti. Og fólk er síðan útilokað á ýmsan hátt til að láta það finna fyrir því og til að hræða aðra. Þessutan er það grátbroslegt, þegar þrjár mjög frambærilegar konur berjast um forsetaembættið, að saka Auði Jónsdóttur og allan þann fjölda kvenna sem efast um vegferð Katrínar Jakobsdóttur í þessu máli, um kvenfyrirlitningu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun