Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 07:01 Þessi bíll fór illa í sprengingunni. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58