Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 10:25 Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni, umvafin fjölskyldunni fylgist ánægð með kosningatölunum sem birtust í nótt. Sigurinn var miklu stærri en skoðanakannanir gáfu til kynna. vísir/vilhelm Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. „Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00