Segja tíma SÍS hafa verið „sóað í sýndarsamráð“ um gjaldfrjálsar skólamáltíðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 06:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru ein af forsendum kjarasamninga í vor. Getty Tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga var „sóað í sýndarsamráð“ þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til að sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar. Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar.
Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira