„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:34 Fjölnir Sæmundsson segir dóminn sýna að lögreglumenn komist ekki upp með brot í starfi. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“ Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“
Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03