Segir rógburð að sendlar Wolt séu á „skammarlega lágum launum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:04 Tuttugu sendlar, sem störfuðu á samnýttum reikningum starfsmanna Wolt án atvinnuréttinda, sæta nú kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Wolt/MIKA BAUMEISTER Upplýsingafulltrúi Wolt segir ekki rétt að fyrirtækið borgi starfsmönnum sínum skammarlega lág laun, eins og Vísir hafði eftir sviðsstjóra og sérfræðingi ASÍ í gær. Hann segir fyrirtækið hafa reynt að miðla málum við Alþýðusambandið án árangurs. Í skoðanagrein Halldórs Oddssonar sviðstjóra og Sögu Kjartansdóttur sérfræðings hjá ASÍ sem birtist á Vísi í gær fjölluðu þau um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Þau sögðu Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þá sögðu þau Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg sendi fréttastofu umsögn vegna málsins. Hann segir ásakanir Halldórs og Sögu um að fyrirtækið borgi skammarlega lág laun móðgandi og ekki réttar. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ segir í bréfi Christians. Hann segir að til þess að tryggja að sendlarnir hafi nóg að gera og þéni þar af leiðandi nóg sé séð til þess að takmarkaður fjöldi sendla starfi á hverju svæði. Sendlar fái tæplega fimm þúsund á tímann Þá segir hann gjaldið sem viðskiptavinur greiðir fyrir heimsendingu á Wolt, sem er er á bilinu 499 til 1249 krónur, sé ekki sú upphæð sem sendill fær greidda fyrir hverja heimsendingu. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Christian ítrekar það sem áður hefur komið fram, að þeir tuttugu sendlar sem eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda, séu ekki starfsmenn hjá Wolt heldur hafi ólögleg samnýting reikninga átt sér stað, þar sem samningsbundinn verktaki áframseldi verkið til óvottaðs einstaklings. Hann segir Wolt ekki hafa verið gert kunnugt um að slík starfsemi hafði viðgengst fyrr en Vísir greindi frá málinu síðustu viku. Þá hafi fyrirtækið haft samband við lögreglu og boðið fram aðstoð við rannsóknina. Frá mánudegi hafi andlitsskanni verið virkjaður í Wolt-appinu fyrir sendla til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn samnýti reikninga sína með fólki án atvinnuréttinda. Senda opið fundarboð til ASÍ Christian segir forsvarsmenn Wolt hafa haft samband við ASÍ þegar fyrirtækið fór á íslenskan markað síðasta sumar. ASÍ hafi verið boðið að funda með fyrirtækinu þar sem sambandið gæti gengið úr skugga um að starfsmenn fengju sanngjarnan samning. Alþýðusambandið hafi hafnað því fundarboði. „Við skorum á ASÍ að funda með okkur aftur til þess að við getum sýnt þeim að rekstur okkar er fullkomlega ábyrgur, færir viðskiptavinum þægilega þjónustu, veitingastöðum auknar tekjur og nú atvinnutækifæri,“ segir Christian í bréfinu. Hann segir fyrirtækið ekki á móti því að gera kjarasamninga. Samningar hafi verði gerðir við verktaka Wolt í öðrum löndum. „Við viljum gjarnan funda með ASÍ eða hvaða íslenska stéttarfélagi sem er, og gera nýstárlegan kjarasamning fyrir sjálfstæða verktaka,“ segir Christian. Síðast þegar Wolt hafi haft samband við ASÍ hafi ekki annað komið til greina af hálfu sambandsins en samningar sem gera ráð fyrir fullri atvinnu. „Við viljum gjarnan eiga góðar umræður við stéttarfélög til að sendlum okkar bjóðist betri vend og aukin réttindi, en í leið sá sveigjanleiki sem bæði við og þeir nmetum mikils,“ segir að lokum. Vinnumarkaður ASÍ Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Í skoðanagrein Halldórs Oddssonar sviðstjóra og Sögu Kjartansdóttur sérfræðings hjá ASÍ sem birtist á Vísi í gær fjölluðu þau um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Þau sögðu Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þá sögðu þau Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg sendi fréttastofu umsögn vegna málsins. Hann segir ásakanir Halldórs og Sögu um að fyrirtækið borgi skammarlega lág laun móðgandi og ekki réttar. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ segir í bréfi Christians. Hann segir að til þess að tryggja að sendlarnir hafi nóg að gera og þéni þar af leiðandi nóg sé séð til þess að takmarkaður fjöldi sendla starfi á hverju svæði. Sendlar fái tæplega fimm þúsund á tímann Þá segir hann gjaldið sem viðskiptavinur greiðir fyrir heimsendingu á Wolt, sem er er á bilinu 499 til 1249 krónur, sé ekki sú upphæð sem sendill fær greidda fyrir hverja heimsendingu. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Christian ítrekar það sem áður hefur komið fram, að þeir tuttugu sendlar sem eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda, séu ekki starfsmenn hjá Wolt heldur hafi ólögleg samnýting reikninga átt sér stað, þar sem samningsbundinn verktaki áframseldi verkið til óvottaðs einstaklings. Hann segir Wolt ekki hafa verið gert kunnugt um að slík starfsemi hafði viðgengst fyrr en Vísir greindi frá málinu síðustu viku. Þá hafi fyrirtækið haft samband við lögreglu og boðið fram aðstoð við rannsóknina. Frá mánudegi hafi andlitsskanni verið virkjaður í Wolt-appinu fyrir sendla til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn samnýti reikninga sína með fólki án atvinnuréttinda. Senda opið fundarboð til ASÍ Christian segir forsvarsmenn Wolt hafa haft samband við ASÍ þegar fyrirtækið fór á íslenskan markað síðasta sumar. ASÍ hafi verið boðið að funda með fyrirtækinu þar sem sambandið gæti gengið úr skugga um að starfsmenn fengju sanngjarnan samning. Alþýðusambandið hafi hafnað því fundarboði. „Við skorum á ASÍ að funda með okkur aftur til þess að við getum sýnt þeim að rekstur okkar er fullkomlega ábyrgur, færir viðskiptavinum þægilega þjónustu, veitingastöðum auknar tekjur og nú atvinnutækifæri,“ segir Christian í bréfinu. Hann segir fyrirtækið ekki á móti því að gera kjarasamninga. Samningar hafi verði gerðir við verktaka Wolt í öðrum löndum. „Við viljum gjarnan funda með ASÍ eða hvaða íslenska stéttarfélagi sem er, og gera nýstárlegan kjarasamning fyrir sjálfstæða verktaka,“ segir Christian. Síðast þegar Wolt hafi haft samband við ASÍ hafi ekki annað komið til greina af hálfu sambandsins en samningar sem gera ráð fyrir fullri atvinnu. „Við viljum gjarnan eiga góðar umræður við stéttarfélög til að sendlum okkar bjóðist betri vend og aukin réttindi, en í leið sá sveigjanleiki sem bæði við og þeir nmetum mikils,“ segir að lokum.
Vinnumarkaður ASÍ Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira