Fimmtán milljarða króna lántaka borgarinnar samþykkt Árni Sæberg skrifar 5. júní 2024 16:52 EInar Þorsteinsson er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Síðdegis kom borgarstjórn saman á aukafundi til þess að ræða lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra. Það gerir fimmtán milljarða króna. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í gær sagði að borgarráð hafi samþykkkt þann 29. febrúar síðastliðinn heimild til borgarstjóra til að sækja um lán til CEB að fjárhæð 100 milljónir evra til fjármögnunar á viðhaldsátaki í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar, samanber áætlun sem upprunalega var lögð fram í borgarráði þann 4. nóvember 2021. Framkvæmdastjórn CEB hafi samþykkt lánveitinguna þann 25. mars og nú liggi skilmálar lánasamnings fyrir. Borgarstjórn samþykkti lántökuna með öllum atkvæðum meirihlutans. Einar Þorsteinsson mælti fyrir tillögu um lántökuna og lagði áherslu á það að hún rúmaðist vel innan lánaáætlunar í fjármálaáætlun. Þá sagði hann að fjármögnunin gæti jafnvel verið ódýrari en býðst á innlendum markaði. Fulltrúar minnihlutans ekki sáttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði á fundinum að borgin nyti ekki lengur lánstraust hér á landi og þurfi því að leita út fyrir landssteinana. „Vegna slakrar fjármálastöðu borgarinnar verður að grípa til þessa örþrifaráðs. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. Sérstakt þykir að þróunarbankinn sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ sagði í bókun sem Kolbrún las upp á fundinum. Þá lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks mikla áherslu á það að borgin verði sig fyrir gengissveiflum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í gær sagði að borgarráð hafi samþykkkt þann 29. febrúar síðastliðinn heimild til borgarstjóra til að sækja um lán til CEB að fjárhæð 100 milljónir evra til fjármögnunar á viðhaldsátaki í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar, samanber áætlun sem upprunalega var lögð fram í borgarráði þann 4. nóvember 2021. Framkvæmdastjórn CEB hafi samþykkt lánveitinguna þann 25. mars og nú liggi skilmálar lánasamnings fyrir. Borgarstjórn samþykkti lántökuna með öllum atkvæðum meirihlutans. Einar Þorsteinsson mælti fyrir tillögu um lántökuna og lagði áherslu á það að hún rúmaðist vel innan lánaáætlunar í fjármálaáætlun. Þá sagði hann að fjármögnunin gæti jafnvel verið ódýrari en býðst á innlendum markaði. Fulltrúar minnihlutans ekki sáttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði á fundinum að borgin nyti ekki lengur lánstraust hér á landi og þurfi því að leita út fyrir landssteinana. „Vegna slakrar fjármálastöðu borgarinnar verður að grípa til þessa örþrifaráðs. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. Sérstakt þykir að þróunarbankinn sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ sagði í bókun sem Kolbrún las upp á fundinum. Þá lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks mikla áherslu á það að borgin verði sig fyrir gengissveiflum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira