Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2024 12:59 Framkvæmdunum er ætlað að auka öryggi þeirra sem fara ferðir sínar gangandi og hjólandi. Vísir/arnar Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum. Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum.
Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira