Deildarstýri – deildarstýra – deildarstjóri Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:01 Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Íslensk tunga Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun