„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:28 Evrópski fjárfestingasjóðurinn undirritaði í dag samning um bakábyrgðir við Byggðastofnun vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dreifðum byggðum landsins. Undirritunin átti að fara fram á Sauðárkróki sem ekki gekk eftir vegna veðurs, og var samningurinn því undirritaður í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Elín Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra. Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra.
Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent