Fljótum við enn sofandi að feigðarósi? Erla Björnsdóttir skrifar 6. júní 2024 17:30 Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun