Porzingis klár í kvöld og spenntur fyrir úrslitaeinvígi gegn gömlu félögunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 21:30 Kristaps Porzingis hefur misst af nánast allri úrslitakeppninni en er klár í slaginn fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Kristaps Porzingis var eitt sinn vonarstjarna Dallas Mavericks. Það ævintýri gekk ekki upp og nú leikur hann til úrslita gegn liðinu með nýjum félögum sínum í Boston Celtics. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en verður klár í kvöld fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00. NBA Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00.
NBA Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira