Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 09:12 Fiona Harvey hefur áður talað um reynslu sína með Gadd í fjölmiðlum. Vísir/Samsett Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira